Varðskýli Landhelgisgæslunnar á Faxagarði tekið í notkun

Föstudagur 29. október 2004.

Varðskýli Landhelgisgæslunnar á Faxagarði var formlega tekið í notkun í dag.  Eins og fram kemur í frétt á heimasíðunni var Óðinn færður yfir á Faxagarð á miðvikudaginn og í dag fluttu vaktmenn sig yfir í nýja varðskýlið. Af því tilefni var haldið kaffiboð í varðskýlinu.  Sjá meðfylgjandi myndir sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á varðskipinu Ægi tók við það tilefni.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Hafteinn Hafsteinsson forstjóri afhendir Steinari Clausen bryggjuverði fána með merki og kjörorði Landhelgisgæslunnar.

Haraldur Haraldsson smiður og Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda máta nýja afgreiðsluborðið.

Árni Ólason smyrjari starfar að jafnaði um borð í varðskipunum en bregður sér af og til í hlutverk vaktmannsins.