Sjúkraflug TF-LIF vegna alvarlegs umferðarslyss í Grímsnesi

Fimmtudagur 30. september 2004.

Neyðarlínan hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:56 og gaf samband við lögregluna á Selfossi.  Óskað var eftir þyrlu í viðbragðsstöðu vegna alvarlegs umferðarslyss við Vaðnesafleggjarann í Grímsnesi.  Tveir bílar höfðu skollið saman.

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út.
Þyrlan fór í loftið kl. 16:11 og var komin á slysstað kl. um kl. 16:30.  Ökumaður annars bílsins var fluttur með þyrlunni en tveir aðrir slasaðir voru fluttir með sjúkrabíl.

TF-LIF lenti við slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss kl. 17:05.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.