Alþjóðlegur siglingadagur haldinn hátíðlegur á Miðbakka

Mánudagur 27. september 2004.

 

Í gær var alþjóðlegur siglingadagur haldinn hátíðlegur á MIðbakkanum í Reykjavík.  Varðskipið Ægir var til sýnis auk hafrannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar, björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skólaskipsins Sæbjargar.

 

Áhöfn TF-SIF sýndi björgun úr sjó og bát ásamt Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.  Sömu aðilar kepptu síðan í flotgallasundi. Landhelgisgæslan varð að lúta í lægra haldi fyrir björgunarsveitarfólki en þar munaði reyndar mjóu.

 

Nokkur hundruð manns komu að skoða varðskipið Ægir. Sjá meðfylgjandi myndir sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók við hátíðarhöldin.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

 

Mynd: JPA: Áhöfn TF-SIF æfði björgun úr sjó og úr skipi með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

 

Mynd JPA: Flotgallasund. Keppni milli Landhelgisgæslunnar og Slysavarnarfélagins Landsbjargar.

 

Mynd JPA: Svanhildur starfsmannastjóri komin um borð í Ægi að heilsa upp á starfsfélagana og skoða skipið. Birgir H. Björnsson stýrimaður í gestgjafahlutverkinu.

 

Mynd DS: Nokkur hundruð gesta heimsóttu varðskipið Ægi.

 

Mynd JPA.