Umfjöllun um varnarmál á Íslandi, Landhelgisgæsluna og varnarliðið í dönskum fjölmiðlum

Föstudagur 24. september 2004.

Á heimasíðu danska hersins er greint frá því að fjallað verði um Ísland í þættinum ,,Military Talk” á sjónvarpsstöðinni dk4 kl. 22:30 að dönskum tíma í kvöld ( kl. 20:30 að íslenskum tíma).  Í þættinum verður m.a. fjallað um varnarmál Íslands, varnarliðið og Landhelgisgæsluna.  Hægt er að sjá þáttinn á netinu á eftirfarandi slóð með því að smella á dálk hægra megin á síðunni sem merktur er “Military Talk” :

http://forsvaret.dk/FTVM/dan/Nyt+og+Presse/24092004-lbv001.htm

Á heimasíðunni er athyglisverð umfjöllun um stöðu varnarmála á Íslandi.  M.a. er sagt frá því að Bandaríkjamenn hafi mætt kröftugri andstöðu Íslands gagnvart áætlunum um að flytja F15 orrustuflugvélar heim.  Military Talk fór í heimsókn til Íslands og fór nánar í saumana á varnarmálum þar.  Gestur þáttarins er nýi tengiliður danska sjóhersins á Keflavíkurflugvelli, Michael Kristensen (kommandørkaptajn).

Sjá umfjöllun um komu dönsku fjölmiðlamannanna til Landhelgisgæslunnar í ágúst sl. á heimasíðu Landhelgisgæslunnar:

http://lhg.is/displayer.asp?cat_id=4&module_id=220&element_id=1440

Dagmar Sigurðardóttir 
fjölmiðlaftr. 

Mynd/Jón Erlendsson flugvirki: Kvikmyndatökumaður frá danska hernum, Jeppe, myndar varðskip í Reykjavíkurhöfn úr TF-LIF eftir vel heppnaða æfingu í fjallahífingum í ágúst sl.