Skipbrotsmenn af kanadíska tundurspillinum Skeena heimsóttu Landhelgisgæsluna

Mánudagur 20. september 2004.

Sjö skipbrotsmenn af kanadíska tundurspillinum Skeena sem fórst við Viðey 25. október 1944 heimsóttu Landhelgisgæsluna sl. föstudag. Ættingjar þeirra og látinna skipverja voru með í för. Eins og kunnugt er var 198 manns bjargað í sjóslysinu og átti Einar Sigurðsson skipstjóri á Aðalbjörginni heiðurinn af því.

Einn af skipbrotsmönnunum, Ted Maidman, hafði sérstaklega orð á því hversu vel Landhelgisgæslan hefði staðið sig er ungum Kanadamanni var bjargað er skútan Silver sökk 30. ágúst sl. og hafði meðferðis blaðaúrklippu úr kanadísku dagblaði þar sem sagt var frá björguninni.

Á meðfylgjandi mynd eru skipbrotsmennirnir ásamt Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra og sendiherra Kandada á Íslandi, Richard Tetu.  Frá vinstri Norm Perkins, Ed Parsons, Jim Ross, Gord Calam, Norm Davidsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Richard Tetu og sitjandi Ted Maidman.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd DS: Skipbrotsmennirnir ásamt forstjóra Landhelgisgæslunnar og sendiherra Kanada á Íslandi.

 

Mynd DS: Norm Perkins og Ted Maidman.