Sameiginleg björgunaræfing varðskipsins Ægis og þyrlunnar TF-LIF

Fimmtudagur 26. ágúst 2004.

Eins og gefur að skilja eru björgunaræfingar fastur liður í starfsemi Landhelgisgæslunnar.  Áhafnir varðskipa og þyrla Landhelgisgæslunnar æfa reglulega sjóbjörgun.  Þá fara varðskipsmenn í björgunarbát og þyrlan flýgur yfir og sigmaður sækir félaga sína úr björgunarbátnum.  Einnig fara varðskipsmenn beint í sjóinn og þyrlan sækir þá og skilar um borð í varðskipið aftur.  Þessar björgunaræfingar fara bæði fram í dagsbirtu og að nóttu til.  Í myrkri notar áhöfn þyrlunnar nætursjónauka.

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í slíkum æfingum með Slysavarnarskóla sjómanna.  Í einstaka tilfellum taka áhafnir varnarliðsþyrla einnig þátt í æfingunum.

 

Meðfylgjandi eru myndir af nýlegri björgunaræfingu áhafnar varðskipsins Ægis með áhöfn þyrlunnar TF-LIF. Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók myndirnar úr léttbát varðskipsins og frá varðskipinu Ægi.  Í lok æfingarinnar var þyrluáhöfnin kölluð út vegna slyss.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.

Hér er TF-LIF yfir björgunarbát varðskipsins og sigmaður á leiðinni að bjarga félögum sínum úr honum.  Það er Auðunn F. Kristinsson stýrimaður sem er í hlutverki sigmannsins.

Búið að ná einum manni upp úr bátnum.  Hásetarnir á Ægi eru í hlutverki skipbrotsmanna.

Hér er verið að æfa björgun beint úr sjónum.  Sigmaðurinn (með gula hjálminn) kominn til hjálpar.

Skipbrotsmönnum skilað um borð í varðskipið eftir vel heppnaða björgun.

Hér er þyrluáhöfn Varnarliðsins að æfa aðflug að varðskipinu og TF-LIF sést í baksýn.

 

Hér er verið að skila skipbrotsmönnum um borð í varðskipið Ægi. 

Læknir í áhöfn TF-LIF hafði beðið um borð í varðskipinu á meðan á björgunaræfingunni stóð og varð að hífa hann um borð í þyrluna í snatri vegna útkalls sem kom í lok æfingarinnar.