Borgarísjakar á reki úti fyrir Norðurlandi

Fimmtudagur 26. ágúst 2004.

Áhöfn TF-SYN, Fokker-flugvélar Landhelgisgæslunnar, sá nokkra borgarísjaka á reki úti fyrir Norðurlandi þegar flugvélin var í eftirlitsflugi í gær.

Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður tók meðfylgjandi mynd af jakanum sem var næstur landi en hann var skammt norður af Siglunesi.  Siglufjörður er í baksýn.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.