Ung stúlka lést í umferðarslysi á Bíldudal - Sjúkraflug TF-SIF á Hjallaháls vegna hjartveikrar konu

Fimmtudagur 15. júlí 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 18:27 og tilkynnti um bílslys á Bíldudal. Ekið hafði verið á unga stúlku og var hún talin alvarlega slösuð. TF-SIF fór í loftið kl. 18:45 og lenti á Bíldudal kl. 19:34. Þegar þyrlan kom á staðinn var stúlkan úrskurðuð látin.

Lögreglan á Patreksfirði óskaði þá eftir þyrlu til að flytja konu frá Hjallahálsi milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar en hún var með einkenni frá hjarta.  TF-SIF fór frá Bíldudal kl. 19:47 og lenti á Hjallahálsi kl. 20:07. Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 21:04  en þar beið sjúkrabíll sem flutti konuna á sjúkrahús.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.