Súrálsflutningaskipið Kiran Pacific náðist á flot í dag

Mánudagur 28. júní 2004.

Súrálflutningaskipið Kiran Pacific sem strandaði á skeri 3.3 sjómílur norðvestur af Straumsvíkurhöfn sl. laugardagskvöld náðist á flot í dag.

Að sögn Halldórs Nellett skipherra á varðskipinu Ægi losnaði Kiran Pacific af skerinu um kl. 14:20 en þá var háflóð og aðstæður því góðar.  Dælt hafði verið lofti inn í tanka skipsins og það var dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði sem dró það af skerinu. 

Skipið liggur við akkeri út af Straumsvík og er verið að skoða hvort djúprista skipsins er of mikil til að sigla því inn í Straumsvíkurhöfn.  Ekki hefur orðið vart við olíuleka eða mengun frá skipinu.

Sjá meðfylgjandi mynd sem áhöfnin á varðskipinu Ægi tók af skipinu á strandstað.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.

Mynd:  Rafn S. Sigurðsson háseti á varðskipinu Ægi. / Súrálsflutningaskipið Kiran Pacific.