Mannbjörg varð er fiskibáturinn Hrönn BA-70 sökk út af Vestfjörðum í morgun

Miðvikudagur 2. júní 2004.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk upplýsingar kl. 7:21 í morgun um að gervihnettir næmu neyðarsendingar út af Vestfjörðum og skömmu síðar barst tilkynning frá flugvél um að heyrst hefði í neyðarsendi á svæðinu.  Það var síðan um kl. 7:41 að Tilkynningarskyldan hafði samband við stjórnstöðina og lét vita að fiskibáturinn Hrönn BA-70 væri dottinn út úr sjálfvirka tilkynningarskyldukerfinu.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og varðskip og skip á svæðinu látin vita.  Þegar þyrlan var að fara í loftið, kl. 8:26, var tilkynnt að fiskibáturinn Ríkey SH-405 hefði bjargað eina skipverjanum sem var um borð í Hrönn og að báturinn væri sokkinn.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.