Mannbjörg varð þegar trillan Hafbjörg sökk við Drangsnes

Mánudagur 17. maí 2004.

Tilkynningarskyldan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 2:02 og lét vita að heyrst hefði neyðarkall frá trillunni Hafbjörgu ST-77 norð-austur af Drangsnesi. Um borð í trillunni væru tveir menn og hún væri að sökkva.

Stjórnstöð kallaði þegar út þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar, bráðaútkalli, og fór þyrlan í loftið kl. 02:44. Upplýsingum var einnig komið til varðskipsins Ægis sem þegar hélt áleiðis til trillunnar.

Um kl. 3:02 bárust þær upplýsingar frá lögreglunni á Hólmavík að búið væri að bjarga mönnunum og sneri þyrlan þá við og lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 3:25.  Varðskipið Ægir var einnig upplýst.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.