Sjúkraflug til Vestmannaeyja

Sunnudagur 9. maí 2004.

Læknir í Vestmannaeyjum hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 17:23 og óskaði eftir aðstoð vegna bráðveikrar stúlku sem þurfti að flytja á sjúkrahús í Reykjavík. Læknirinn taldi ekki fært að flytja stúlkuna með sjúkraflugvél.

Áhöfn TF-SIF var kölluð út kl. 17:24 og fór þyrlan í loftið kl. 17:49. Lent var á flugvellinum í Vestmannaeyjum kl. 18:17. Tíu mínútum síðar hélt þyrlan aftur af stað til Reykjavíkur með sjúklinginn og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 18:59. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.