Banaslys í Akraneshöfn

Þriðjudagur 30. mars 2004.

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 15:22 vegna slyss í Akraneshöfn en þar hafði fólksbíll farið út af bryggjukantinum og lent í höfninni með tvær manneskjur innanborðs.

TF-LIF fór í loftið kl. 15:31 með tvo kafara frá Landhelgisgæslunni og fjóra frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.  Lent var á sementsbryggjunni á Akranesi kl. 15:37 en bíllinn hafði farið fram af henni.

Um kl. 15:49 höfðu kafarar náð tveimur manneskjum upp á  yfirborðið, hjónum sem verið höfðu í bílnum, en þau voru úrskurðuð látin skömmu síðar. 

Kafarar höfðu einnig sett taug í bílinn og var búið að hífa hann upp á bryggjuna kl. 16. Lögregla rannsakar tildrög slyssins.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.