Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mann sem lent hafði í bifreiðarslysi við Vatnsfellsvirkjun

Sunnudagur 28. mars 2004.

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti í dag mann sem lent hafði í bifreiðarslysi við Vatnsfellsvirkjun og flutti hann á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.

 

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 14:43 og tilkynnti að alvarlegt umferðarslys hefði átt sér stað við Vatnsfellsvirkjun sem er við suðurenda Þórisvatns.  Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór TF-LIF í loftið kl. 15:18. 

 

Þegar þyrlan lenti við Vatnsfellsvirkjun var læknir kominn á staðinn og var maðurinn fluttur um borð í þyrluna í fylgd aðstandanda sem einnig lenti í slysinu en slapp ómeiddur.  Þyrlan fór í loftið frá slysstað kl. 16:30 og lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:20.

 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.