Sjúkraflug TF-SIF vegna bílslyss á Hrútafjarðarhálsi

Laugardagur 27. mars 2004.

 

Lögreglan á Blönduósi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 6:28 gegnum Neyðarlínuna vegna umferðarslyss á Hrútafjarðarhálsi.  Læknir á staðnum óskaði eftir þyrlu til að sækja mann sem hafði slasast. 

 

Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út, með bráðaútkalli, og fór þyrlan í loftið kl. 7 í morgun.  Lent var á þjóðveginum efst í Norðurárdal um kl. 7:30 þar sem sjúkrabíll beið með hinn slasaða.  Tíu mínútum síðar var haldið aftur af stað til Reykjavíkur og lenti þyrlan við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 8:15.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.