Strand Ingimundar SH-335

Föstudagur 12. mars 2004.

Neyðarlínan gaf samband við skipstjóra Ingimundar SH-335  kl. 19:39 og tilkynnti að skipið væri strandað við Vesturboða í mynni Grundarfjarðar en ekki væri óskað eftir aðstoð þyrlu.   Togarinn Hringur SH-535 var þá staddur í 2.6 sjómílna fjarlægð og hélt þegar í átt að Ingimundi.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar lét Tilkynningarskylduna og Reykjavíkurradíó þegar vita. 

Tilkynningarskyldan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 20:02. Þá hafði skipstjóri Hrings tilkynnt að ekki væri um neyðarástand að ræða og að hann hefði sjósett léttbátt til að halda í átt að Ingimundi.  Á svæðinu var sunnanátt og vindhraði um 13 metrar á sekúndu.  Einnig lét Tilkynningarskyldan vita að björgunarbáturinn Björg frá Rifi, harðbotnabátur frá Ólafsvík og togbáturinn Helgi SH-135 væru á leið á strandstað.

Um kl. 20:08 lét Tilkynningarskyldan stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vita að Ingimundur væri farinn að hreyfast af strandstað og sex mínútum síðar lét Tilkynningarskyldan vita að Ingimundur væri laus af strandstað og málið því leyst.

Skipstjóri Ingimundar hafði samband kl. 20:37 og lét vita að skipið væri á leið frá Grundarfirði til Njarðvíkur og að skipið virtist ekki hafa orðið fyrir skemmdum. Fyrirhugað var að togarinn Hringur fylgdi Ingimundi út Breiðafjörð til vonar og vara. Varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar lagði á það áherslu að vel væri fylgst með hugsanlegum skemmdum á Ingimundi. 

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.