Ellefu skipverjar Baldvins Þorsteinssonar fluttir með þyrlu um borð í skipið

Miðvikudagur 10. mars 2004.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í dag 11 skipverja Baldvins Þorsteinssonar um borð í skipið til að kanna aðstæður og undirbúa það undir björgunaraðgerðir.

Sjá meðfylgjandi myndir sem áhöfn TF-LIF tók við það tækifæri.

Talið var óhætt að senda hluta áhafnarinnar niður í skipið til að undirbúa það fyrir flutning og kanna ástand þess.  Þyrlan var skammt undan.

 

 

Flugbjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar reiðubúin með tankbílinn svo hægt sé að bæta eldsneyti á þyrluna eftir þörfum.  Í sumum tilfellum er nauðsynlegt að hafa lítið eldsneyti á þyrlunni til að létta hana og þá er mikilvægt að hafa eldsneytisbirgðir í grenndinni.