Sjúkraflug til Blönduóss vegna bílslyss

Miðvikudagur 18. febrúar 2004.

Bílslys varð við Blönduós á áttunda tímanum í kvöld og tilkynnti Neyðarlínan stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar um það.

TF-LIF fór í loftið kl. 20:06 og voru tveir læknar í áhöfn þyrlunnar að þessu sinni þar
sem kvöldæfing með nætursjónauka hafði verið fyrirhuguð.  Þyrlan lenti á Blönduósflugvelli
kl. 21:16 þar sem hin slösuðu biðu í sjúkrabíl.  TF-LIF fór aftur í loftið kl. 21:58 með
þrjú slösuð innanborðs.  Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 23:19.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.