Ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar

Fimmtudagur 12. febrúar 2004.

 

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í ískönnunarflug í dag.  Komið var að ísröndinni innan við efnahagslögsöguna á Dhorn-banka vestur af Bjargtöngum en þar var hann í formi nýmyndunar. Ísröndinni var fylgt  til N-Austurs þar til hún sveigði út úr efnahagslögsögunni norður af Straumnesi.

 

Að sögn Auðuns F. Kristinssonar yfirstýrimanns í flugdeild Landhelgisgæslunnar var ísinn nokkuð þéttur en ekki mikið um stóra ísfleka.  Gisnar ísrastir voru meðfram ísbrúninni.  Hægviðri var á svæðinu en þokubakkar við ísröndina.

 

Hægt er að nálgast skýrslu Landhelgisgæslunnar og kort af ísnum með upplýsingum um nákvæma staðsetningu hans á heimasíðu veðurstofunnar.

 

Sjá meðfylgjandi myndir sem Tómas Helgason flugstjóri TF-SYN tók í ískönnunarfluginu í dag.

 

Dagmar Sigurðardóttir

fjölmiðlaftr.