Sjúkraflug til Vestmannaeyja

Mánudagur 9. febrúar 2004.

Læknir á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum hringdi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 15:30 og óskaði eftir flutningi á bráðveikum sjúklingi sem þurfti að komast sem fyrst á sjúkrahús í Reykjavík.  Eftir samráð við lækni í áhöfn TF-SIF var ákveðið að sækja sjúklinginn með þyrlu.

TF-SIF fór í loftið kl. 16:26 og lenti rúmri klukkustund síðar í Vestmannaeyjum.  Þaðan fór þyrlan kl. 17:50 og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 18:32. Þar beið sjúkrabíll og flutti sjúklinginn á Landspítala Háskólasjúkrahús.

Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem þyrla Landhelgisgæslunnar fer í sjúkraflug til Vestmannaeyja en annar sjúklingur var sóttur þangað síðastliðinn föstudag.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.