Sjúklingur fluttur með þyrlu frá Vestmannaeyjum

Föstudagur 6. febrúar 2004.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 16:02 og gaf samband við lækni á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum.  Hann óskaði eftir þyrlu til að sækja sjúkling sem hafði misst meðvitund. Læknir í áhöfn TF-LIF taldi eftir samráð við lækninn í Vestmannaeyjum að sjúklingurinn væri of veikur til að fara með sjúkraflugvél og því var afráðið að flytja hann með þyrlu.

Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 16:05 og fór hún í loftið kl. 16:34.  Flogið var sjónflug til Vestmannaeyja þar sem þyrlan lenti kl. 16:59.  Þar beið sjúklingurinn í sjúkrabíl tilbúinn til flutnings og var haldið með hann frá Vestmannaeyjum kl. 17:06. 

TF-LIF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 17:45.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.