Sjúkraflug með veikan mann frá Kárahnjúkum til Reykjavíkur

Mánudagur 17. nóvember 2003.

Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar kl. 14:52 í dag vegna alvarlega veiks manns í Kárahnjúkavirkjun.  Læknir á svæðinu taldi nauðsynlegt að sækja manninn með þyrlu. 

Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út, bráðaútkalli, og fór þyrlan í loftið kl. 15:18.   Lent var við Kárahnjúkavirkjun um kl. 16:40.   Ákveðið var að flytja manninn til Akureyrar og var lent við fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 17:28.

Dagmar Sigurðardóttir
fjölmiðlaftr.