Sjúkraflug vegna slasaðs manns á Snæfellsnesi

Laugardagur 11. október 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 13:35 og lét vita að maður hefði slasast skammt austur af Vegamótum á Snæfellsnesi. Hugsanlega yrði kallað eftir þyrlu. Maðurinn hafði lent undir stálbita við vinnu á bænum Miðhrauni. Verið var að færa bitann með krana þegar slysið átti sér stað. Læknir var á leið á staðinn.

Óskað var eftir þyrlu kl. 13:56 en þá hafði læknir skoðað manninn og talið það nauðsynlegt.  Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út, bráðaútkalli og fór þyrlan í loftið kl. 14:27 og lenti við slysstað kl. 14:49.  Þaðan var haldið kl. 15:04 og lent við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 15:32.

Á meðan á sjúkrafluginu stóð óskaði lögreglan á Selfossi aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna manns sem talið var að fallið hefði í Hvítá. Er þyrlan lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús var aðstoð afþökkuð þar sem sést hafði til mannsins á þurru landi. Rúmri klukkustund síðar var leit að honum hætt.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi