Þyrla send til leitar vegna mannlauss báts á Helluvatni

Sunnudagur 28. september

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 20:22 í kvöld eftir að lögregla tilkynnti að mannlaus bátur hefði sést á reki á Helluvatni við Rauðhóla.  Sjónarvottur hafði haft samband við lögregluna og taldi sig hafa séð 3 menn í bátnum fyrr um daginn. 

TF-LÍF fór í loftið kl. 20:43 og sveimaði yfir svæðinu í u.þ.b. klukkustund en ekkert fannst.  Björgunarsveitir og kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins leituðu einnig en án árangurs.  Talið er líklegt að báturinn hafi verið illa festur og rekið út á vatnið.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi