Skip staðið að meintum ólöglegum veiðum á Kötlugrunni

Laugardagur 20. september 2003.

Varðskip stóð skip að meintum ólöglegum línuveiðum á Kötlugrunni í gær en þar eru veiðar bannaðar skv. reglugerð nr. 230/2003 um bann við línuveiðum á Kötlugrunni.  Skipstjórinn fékk fyrirmæli um að sigla til hafnar í Vestmannaeyjum þar sem lögregla tók á móti honum og færði til yfirheyrslu. 

Verði skipstjórinn fundinn sekur um meint fiskveiðibrot er lágmarksrefsing skv. lögum 600 þúsund krónur auk þess að heimilt er að gera afla og veiðarfæri upptæk.   Skipið var samkvæmt mælingum varðskipsmanna statt inni í miðju hólfinu er varðskip kom að því.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi