Fjörutíu og þrjú erlend skip að veiðum á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg

Föstudagur 25. apríl 2003.

Landhelgisgæslan gerði í dag athugun á fjölda erlendra togara að úthafskarfaveiðum við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg.  Alls voru 43 togarar að veiðum.  Þar af var 31 togari frá aðildarlöndum Norðuratlantshafs-fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) eða 6 togarar frá Þýskalandi, 2 frá Spáni, 15 frá Rússlandi, 6 frá Noregi og 2 frá Færeyjum.

Fleiri togarar voru á svæðinu frá löndum sem ekki eiga aðild að NEAFC eða svokallaðar utansamningsþjóðir (non contracting party).  Þar af var eitt skip frá Lettlandi, fimm frá Litháen, eitt frá Belize og fimm frá Dóminíska lýðveldinu.  Sjá nánari upplýsingar um NEAFC á vefsíðunni http://www.neafc.org/

Samkvæmt upplýsingum úr stjórnstöð Landhelgisgæslunnar er ekki vitað til þess að fiskiskip frá Dóminíska lýðveldinu hafi áður verið á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg. 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands