Forsætisráðherra Dana á ferð í TF-LÍF

Föstudagur 11. apríl 2003.

 

Áhöfn TF-LÍF flutti Anders Fogh Rasmussen og eiginkonu hans Anne-Mette Rasmussen til Vestmannaeyja í gær en hann var hér á landi í opinberri heimsókn.  Eftir Vestmannaeyjaferðina var fyrirhugað að fljúga til Þingvalla þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra hafði boðið þeim hjónum ásamt fylgdarliði til kvöldverðar.  Vegna þoku var ekki hægt að fljúga þangað.  Það fór því svo að lenda varð þyrlunni á Kjósarskarðsvegi á Mosfellsheiði en þangað kom rúta og sótti ráðherrann og fylgdarlið. Sjá meðfylgjandi myndir úr ferðinni.

 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands

 

Mynd: Landhelgisgæslan/Magnús Örn Einarsson stýrim./ Anders Fogh Rasmussen ásamt Þorsteini Pálssyni sendiherra Íslands í Danmörku.

 

Mynd: Landhelgisgæslan/Magnús Örn Einarsson stýrim./Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Þorsteinn Pálsson sendiherra, Anders Fogh Rasmussen og frú á tali við Björn Brekkan flugmann og danska sendiherrann á Íslandi, Flemming Mörch.

 

Mynd: Landhelgisgæslan/Magnús Örn Einarsson stýrim. Beðið eftir rútunni á Kjósarskarðsvegi.

 

Mynd: Landhelgisgæslan/Magnús Örn Einarsson stýrim.