Fundur um öryggismál sjómanna verður haldinn í Ólafsvík 15. apríl nk.

Miðvikudagur 9. apríl 2003.

Eins og fram hefur komið á vefsíðu Landhelgisgæslunnar standa nokkrar stofnanir, ráðuneyti og félög fyrir málfundum um öryggismál sjómanna víða um land á þessu ári í tengslum við langtímaáætlun í öryggismálum sjómanna.  Fyrsti fundurinn var haldinn í Grindavík 31. mars sl.

Næsti fundur verður haldinn í húsnæði björgunarsveitarinnar Sæbjargar í Ólafsvík þriðjudaginn 15. apríl nk.  Fundarstjóri verður Ásbjörn Óttarsson sjómaður.  Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem láta sig varða öryggismál sjómanna eru hvattir til að mæta á fundinn.

Sigurður Steinar Ketilsson yfirmaður gæsluframkvæmda flytur erindi fyrir hönd Landhelgisgæslunnar um framtíðarsýn stofnunarinnar varðandi fyrirkomulag leitar- og björgunarþjónustu við sjófarendur.

Sjá dagskrá fundarins.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands