Samstarf um leitar- og björgunarmiðstöð

Mánudagur 7. apríl 2003.

Landhelgisgæsla Íslands, Flugmálastjórn Íslands, Ríkislögreglustjórinn, Siglingastofnun Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörg og Neyðarlínan hf. gerðu með sér samstarfssamning í dag um starfrækslu sameiginlegrar leitar- og björgunarmiðstöðvar sem staðsett verður í Skógarhlíð 14 í Reykjavík. 

Með samningnum eru hlutverk aðila í björgunarmálum skilgreind.  Leitar- og björgunarmiðstöðin skal virkjuð þegar sá aðili, sem hefur forræði viðkomandi málaflokks, telur nauðsyn á samhæfingu aðgerða. 

Samningurinn tekur gildi 31. maí næstkomandi en fyrirvari er gerður um þáttöku aðila vegna fjármögnunar á rekstrar- og stofnkostnaði.  Sjá samninginn í heild neðst á forsíðu heimasíðunnar.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands