Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í togskipið Freyju RE-38

Föstudagur 28. mars 2003.

 

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 5:35 vegna veiks skipverja um borð í Freyju RE-38.  Eftir að læknir í þyrluáhöfn hafði fengið upplýsingar um ástand mannsins var ákveðið að sækja hann með þyrlu.

 

Áhöfn TF-SIF var kölluð út kl. 5:43 og fór í loftið kl. 6:26. Skipið var þá statt 5 sjómílur vestur af Sandgerði.  Þyrlan kom að Freyju kl. 6:41 og var sjúklingurinn hífður um borð í börum.

 

Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 7:05 en þaðan var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands