TF-SIF flutti slasaðan vélsleðamann til Akureyrar

Laugardagur 22. mars 2003.

Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um tvöleytið í dag og tilkynnti um vélsleðamann sem hafði slasast á Lágheiði nálægt Ólafsfirði.  Læknir á staðnum óskaði eftir þyrlu til að sækja hann. 

Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 14:43. Slasaði vélsleðamaðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en þar var lent kl. 16:25.  

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands