Bátur sekkur á Breiðafirði

Vakstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslu barst kl. 20.51 tilkynning frá flugstjórn um að neyðarsendir væri virkur í minni Breiðafjarðar. Skammt frá þessum stað hafði báturinn Sigurvin GK119, sem er 28tonna dragnóta/netabátur áður tilkynnt staðsetningu með sjálfvirkum sendingarbúnaði en hafði hætt sendingum nokkru fyrr. Starfsmenn Vakstöðar siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslu höfðu þá verið að grennslast fyrir um bátinn. Kallaðir voru út björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi og Ólafsvík, sem héldu af stað fljótlega upp úr kl. 21.00. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað kl. kl. 21.17.  Einnig var haft samband við nálæga báta sem héldu á staðinn. Kl. 21. 37 kom skemmtibáturinn Svalan að 3 skipverjum, heilum á húfi, á björgunarbát. Í framhaldi af þessu voru mennirnir fluttir um borð í björgunarskip og þaðan í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan lenti með mennina á Reykjavíkurflugvelli kl. 22.53. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa unnið við hreinsun á braki á vettvangi.

Jóhann Baldursson hdl.
lögmaður/upplýsingafulttrúi
Landhelgisgæslu Íslands.