Sjúkraflug TF-LÍF vegna alvarlegs bílslyss við Rauðasand

Föstudagur 28. febrúar 2003.

Lögreglan á Patreksfirði hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 22:57 í gærkvöldi og óskaði eftir þyrlu til að sækja alvarlega slasaðan mann sem lent hafði í bílslysi við Rauðasand.  Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór TF-LÍF í loftið kl. 23:27.  Lent var við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 01:41.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands