Æfingar áhafna varðskipa hjá Slysavarnarskóla sjómanna

Þriðjudagur 28. janúar 2003.
 
Undanfarnar vikur hafa áhafnir varðskipanna Týs og Ægis sótt öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Það er skilyrði fyrir lögskráningu sjómanna á skip að þeir hafi lokið slíku námskeiði og síðan þarf að sækja þá fræðslu á fimm ára fresti. Æfð var björgun úr sjó, reykköfun og eldvarnir. Áhafnir Ægis og Týs eru fyrstu skipsáhafnir sem fara á endurfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Hluti námskeiðsins var haldinn á æfingasvæði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Úlfarsfell en þar var æfð reykköfun og slökkvistarf. 
 
Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn Landhelgisgæslunnar  og leiðbeinendur frá Slysavarnaskóla sjómanna við æfingar og fl.
 
Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands
 
Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á v/s Ægi:  Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna ásamt Halldóri Gunnlaugssyni skipherra hjá Landhelgisgæslunni
 
Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsm. á v/s Ægi.  Halldór Almarsson yfirleiðbeinandi í Slysavarnaskóla sjómanna ræðir við Lindu og Söru Lind, háseta í áhöfn Ægis. 
 
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrim. á Tý.  Áhöfn v/s Týs í verklegri æfingu í björgunargöllum.
 
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrim. á Tý.  Björgunarnótin ,,Hjálpin" notuð við björgunarstörf.
 
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson stýrim. á Tý.  ,,Skipbrotsmönnum" bjargað.  Björgunarnótin ,,Hjálpin" notuð. Leiðbeinandi frá Slysavarnaskóla sjómanna ásamt Jóni , Jóni Árna, Hauki og Birgi.
 
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson, stýrim. á Tý.  Steinunn og Jónas eftir reykköfun í gámi.
 
Mynd: Jón Páll Ásgeirsson, stýrim. á Tý.  Eftir reykköfun í gámi: Sigursteinn, Haukur Davíð, Björn og Thorben.
 
Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsm. á Ægi.  Áhöfn v/s Ægis á bóklegum þætti námskeiðsins