Ice Bear sokkinn

Miðvikudagur 1. janúar 2003.

Björgunarmiðstöðin í Færeyjum hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 21:12 og lét vita að norska flutningaskipið Ice Bear væri sokkið 75 sjómílur austur af Hvalbak.  Björgunarmiðstöðin hafði fengið tilkynningu um það frá færeyska dráttarbátnum Goliat sem gera átti tilraun til að bjarga Ice Bear.        

Ice Bear sökk á togslóð og er nákvæm staðsetning 64°23,7˜N – 011°18,4˜V. Tryggingafélag Ice Bear hafnaði aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að það hafði náð samningum við útgerð færeyska dráttarbátsins.  Varðskip var þó viðbragðsstöðu og reiðubúið að sigla á staðinn.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands