Þyrla sækir veikan sjómann

Þriðjudagur 19. nóvember 2002.

Hringt var frá nótaskipinu Sighvati Bjarnasyni um kl. 13:43 í dag og óskað eftir að þyrla sækti veikan sjómann um borð.  Skipið var þá að síldveiðum í Víkurál vest-norð-vestur af Látrabjargi.  Þyrluáhöfn var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 14:15.  Sighvati Bjarnasyni var siglt á fullum hraða í átt að Snæfellsnesi til móts við þyrluna.  TF-LÍF lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 16:35 þar sem sjúklingnum var komið undir læknishendur.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi