Skip staðið að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa

Þriðjudagur 12. nóvember 2002.

Varðskip stóð skipstjóra dragnótarbáts að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa um kl. 18 í dag.  Skipið var að veiða skarkola með dragnót sem var með of smáa möskva samkvæmt mælingum varðskipsmanna.  Skipinu var gert að sigla til hafnar í Reykjavík þar sem lögreglan tók á móti því og gerði viðeigandi ráðstafanir.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands