Sjómælingar Íslands - Nýjar útgáfur, sjókort og flóðtöflur

Mánudagur 30. september 2002.

Sjómælingar Íslands, sem er deild innan Landhelgisgæslu Íslands, hafa gert nýjar útgáfur af eftirfarandi sjókortum:

Nr. 32.  Alviðruhamrar - Vestmannaeyjar 1:100 000
Nr. 33.  Selvogur - Vestmannaeyjar 1:100 000
Nr. 35.  Fuglasker 1:100 000
Nr. 321. Vestmannaeyjar 1:50 000

Kortin eru öll á svokallaðri WGS-84 (World Geodetic System) viðmiðun.  Í korti nr. 32 eru nýjar mælingar sem gerðar voru með fjölgeislamælinum um borð í Árna Friðrikssyni.  Með nýju útgáfunum falla eldri útgáfur af þessum kortum úr gildi. (Sjá kortaskrá)

Sjávarfallatöflur 2003 eru komnar út en þær sýna útreiknuð sjávarföll fyrir fjórar hafnir við Ísland þ.e. Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð og Djúpavog. Þetta er 50. árgangur sjávarfallataflna en Sjómælingar Íslands hófu útgáfu flóðspár fyrir Reykjavík um 1953 en flóðspár voru fyrst gerðar fyrir Ísafjörð, Siglufjörð og Djúpavog árið 1991.

Ennfremur er Sjávarfallaalmanak 2003 komið út en það sýnir sjávarföll í Reykjavík myndrænt.

Sjá meðfylgjandi töflu og kort.

Dagmar Sigurðardóttir
upplýsingafulltrúi

Mynd 1:  Kort nr. 32 af hafsvæðinu frá Alviðruhömrum til Vestmannaeyja.

Mynd 2:  Sjávarfallatöflur fyrir árið 2003.

Mynd 3: Sjávarfallaalmanak fyrir árið 2003.