Mælst til að öll skip þeyti skipslúðra í eina mínútu

Miðvikudagur 25. september 2002.

Á morgun, fimmtudaginn 26. september hefst öryggisvika sjómanna sem stendur til 3. október en hún hefst með setningarathöfn kl. 11 með því að samgönguráðherra, formaður samgöngunefndar Alþingis og siglingamálastjóri taka þátt í björgunaræfingu í frífallandi björgunarbát af flutningaskipi frá Eimskipum.  Að því loknu setur samgönguráðherra öryggisvikuna formlega um borð í Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Í fréttatilkynningu á vef samgönguráðuneytisins segir að mælst sé til þess að öll skip þeyti skipslúðra í eina mínútu í upphafi öryggisvikunnar, þ.e. kl. 11.  Sjá dagskrá og skráningareyðublað á heimasíðu samgönguráðuneytisins.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands