Kvennalandsliðið í knattspyrnu gengur til liðs við Landhelgisgæsluna

Mánudagur 16. september 2002.

Auglýsingar kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegheit og margir hafa beðið spenntir eftir auglýsingu þeirra fyrir leik gegn Englendingum í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í dag kl. 17 á Laugardalsvelli.

Að þessu sinni gerði Auglýsingastofan Gott fólk auglýsingu fyrir þær um borð í varðskipinu ÓÐNI en henni er ætlað að minna á að Íslendingar sigruðu Breta í þorskastríðunum og nú fyrirhugað að endurtaka leikinn með bolta að vopni í stað klippanna frægu.

Sjá meðfylgjandi auglýsingamynd.  Fleiri myndir má finna í dálkinum „myndasafn“ á heimasíðunni en þær tók starfsmaður Landhelgisgæslunnar á meðan myndatökur stóðu yfir um borð í varðskipinu ÓÐNI.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands