Köfunarbann við flugvélarflakið í Skerjafirði enn í fullu gildi

Þriðjudagur 10. september 2002.

Í gær fóru kafarar Landhelgisgæslunnar niður að flaki Northrop-flugvélarinnar á botni Skerjafjarðar.  Þeir hreinsuðu sand og leir frá flakinu og könnuðu skemmdir á því.  Ekki hefur enn tekist að staðfesta hvaða Northrop-vél er um að ræða en köfunarbann er áfram í gildi þar til annað verður tilkynnt.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands