Flugvélarflakið reyndist vera vopnum búin herflugvél úr seinni heimstyrjöldinni

Miðvikudagur 28. ágúst 2002.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar ( þrír kafarar, sprengjusérfræðingur og sjómælingamenn ), fóru í dag á sjómælingabátnum BALDRI inn Skerjafjörð að þeim stað þar sem flugvélarflak fannst í gær. Nú eru kafarar að rannsaka flakið en þegar hefur komið í ljós að hér er um eins hreyfils herflugvél að ræða, úr seinni heimstyrjöldinni, og er hún vopnuð skotfærum og sprengjum. Á meðan verið er að rannsaka flakið er öll köfun á svæðinu bönnuð.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands.