Fallbyssuskot í heiðursskyni

Miðvikudagur 14. ágúst 2002.

Rússneska herskipið Admiral Tchabanenko sigldi út úr Reykjavíkurhöfn kl. 10:30 í morgun.  Samkvæmt alþjóðlegum prótókollreglum ber við slík tækifæri að heiðra þjóðfána heimaríkis herskipsins með 21 fallbyssuskoti.

Við brottför var 21 fallbyssuskoti skotið frá rússneska herskipinu til heiðurs íslensku þjóðinni og fána Íslands.  Á móti skutu sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar 21 fallbyssuskoti frá varðskipinu ÆGI til heiðurs rússnesku þjóðinni og fána Rússlands.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands