Skipstjóri Afanasiev afþakkar aðstoð þyrlu varnarliðsins

Föstudagur 28. júní 2002

Er þyrla varnarliðsins átti eftir 30 mínútna flug að rússneska togaranum Afanasiev barst skeyti frá skipstjóra togarans til Landhelgisgæslunnar og aðstoð við flutning sjúklings afþökkuð.  Þyrlu varnarliðsins var þá snúið við.  Hjá Landhelgisgæslunni er verið að rannsaka hvort upphaflega var ástæða til að kalla eftir þyrlu. 

Útkall vegna sjúklingsins varð til þess að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var ekki tiltæk í önnur verkefni og senda varð þyrlu danska sjóhersins í leit að manni á Skjálfanda í hennar stað. Einnig olli þetta röskun á þátttöku Landhelgisgæslunnar í æfingunni Samverði 2002.  Skipstjóri togarans Afanasiev hefur óskað eftir hafnsögubáti til að koma til móts við skipið og sækja sjúklinginn.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands