Norðmenn mokfiska á Íslandsmiðum

Fimmtudagur 27. júní 2002.

Fimmtíu og níu norsk loðnuskip hafa tilkynnt sig inn í efnahagslögsöguna, til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, síðan loðnuveiðar hófust 20. júní sl.  Þar af  hafa fimmtíu og fimm skip tilkynnt um afla.  Leyfður heildarafli norskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar er 48.587 tonn en í dag hafa þau þegar veitt 35.980 tonn og eru þá aðeins 12.607 tonn til skiptanna. 

Í dag eru alls 12 norsk loðnuskip að veiðum innan íslensku efnahagslögsögunnar.  Loðnuveiði hefur verið góð að undanförnu á Vestfjarðamiðum.

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslu Íslands