Ný vefsíða Landhelgisgæslu Íslands

Ný vefsíða Landhelgisgæslunnar hefur verið opnuð.  Vefsíðan er byggð á forritinu Vefþór frá Hugviti sem er þannig úr garði gert að vefstjóri getur með auðveldari hætti en áður sett inn á hana tilkynningar, fréttir og annað efni.  Reikna má með að heimasíðan verði líflegri og skemmtilegri fyrir vikið. Fréttir verða settar á upphafssíðu jafnóðum og fréttatilkynningar eru sendar til fjölmiðla. 

 

Upplýsingar um hlutverk og starfsemi Landhelgisgæslunnar er að finna á heimasíðunni.  Þar er einnig fræðsluefni varðandi leit og björgun, móttöku þyrlu og sprengjur sem Landhelgisgæslan sér um að fjarlægja og eyða. 

 

Á heimasíðunni er einnig að finna umfjöllun um Sjómælingar Íslands sem eru deild innan Landhelgisgæslunnar en hún gefur reglulega út Tilkynningar til sjófarenda sem eru aðgengilegar þar.  Þar er einnig að finna myndir af skipakosti og loftförum Landhelgisgæslunnar.

 

Dagmar Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi

Landhelgisgæslu Íslands