Fréttayfirlit

Guðmundur Ragnar maður ársins 2018 á Suðurnesjum

GudmundurRagnarMagnusson_190119_09LHG

Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati dómnefndar Víkurfrétta. Guðmundur fékk viðurkenninguna afhenta þegar hann fór í sitt fyrsta flug eftir að hafa rifbeinsbrotnað við björgunaraðgerðir flutningaskipsins Fjordvik í nóvember. Guðmundur Ragnar og áhöfn TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði þá fimmtán við erfiðar aðstæður. 

Varðskipið Týr dró fiskiskipið Kristínu GK til Hafnarfjarðar

IMG_7184-2-Mynd-Gudmundur-St.-Valdimarsson

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Kristínu GK síðdegis í gær en skipið var þá vélarvana um 30 sjómílur vest-norðvestur af Garðskaga. Varðskipið Týr var þá úti fyrir Keflavík og hélt þegar í átt að fiskiskipinu. Áhöfn varðskipsins skaut línu yfir í skipið á tíunda tímanum í gærkvöldi og hélt að því búnu með það áleiðis til Hafnarfjarðar.

Deiliskipulag öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli

Screen-Shot-2019-01-18-at-21.34.56

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga er unnin lýsing fyrir deiliskipulagið.
Deiliskipulagið fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir hættulegan farm, svæði fyrir skammtíma gistiaðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi, svo sem þyrlupall og girðingar.

Nýr mælingabúnaður fyrir Baldur

IMG_7212

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Jón Tryggvi Helgason, framkvæmdastjóri ÍSMAR, undirrituðu á dögunum samning um kaup Landhelgisgæslunnar á nýjum mælingabúnaði fyrir sjómælingaskipið Baldur.

Flengur afhentur Landhelgisgæslunni

50104915_2253429221591820_8855850594414362624_o

Landhelgisgæslan fékk nýjan og glæsilegan léttbát fyrir varðskipið Tý afhentan í vikunni. Hann nefnist Flengur 850 og var smíðaður af Rafnari ehf. Flengur var hífður um borð í varðskipið Tý í gær og sómir sér afar vel um borð eins og sjá má.


Jómfrúarferð Eiríks sem skipherra

Ljosmynd-2_1547727542083

Varðskipið Týr lagði frá bryggju í gær, sem er ekki í frásögur færandi  nema fyrir þær sakir að Eiríkur Bragason hélt í jómfrúarferð sína sem skipherra. Eiríkur leysir Einar H Valsson  af næstu daga og svo aftur síðar á árinu. Ferðin er auk þess merkileg því um er að ræða fyrstu jómfrúarferð skipherra hjá Landhelgisgæslunni í tólf ár.

Veiðar nærri fjarskiptastrengjum

Strengir

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þurftu tvívegis að vara skipstjórnarmenn skipa við sem voru á veiðum nærri sæstrengjum um helgina. Landhelgisgæslan telur rétt að árétta að sjófarendur skuli sýna aðgæslu og gæta varúðar þar sem fjarskiptastrengir liggja í sjó.

Æft með Dönum í Reykjavík

Áhafnir varðskipanna Þórs og Hvidbjørnen héldu sameiginlega æfingu í Reykjavík á dögunum. Æfð var reykköfun og umönnun slasaðra. Áhafnir beggja skipa eru vel þjálfaðar og nýttu tækifærið þegar danska varðskipið var við bryggju í Reykjavík. Halldór Benóný Nellett, skipherra á Þór, segir að samstarf þjóðanna sé afar gott og Danir hafi reynst Landhelgisgæslunni vel í gegnum tíðina. Meðfylgjandi myndband sýnir frá þessari áhugaverðu æfingu.

Viðbúnaður vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi

Landhelgisgæslan setti varðskip, þyrlu og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum í viðbragðsstöðu laust eftir hádegi í dag vegna gangtruflana í 9000 tonna gámaflutningaskipi. Skipið var þá statt úti fyrir Reykjanesskaga og var næst landi um fjórar sjómílur SSA af Reykjanestá.

TF-SYN sótti bráðveikan sjúkling

Thyrlan-og-sjukrabill-vid-Holavoga

Bráðveikur maður var sóttur með TF-SYN, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í morgun. Vegna veðurskilyrða á Snæfellsnesi var ákveðið að sjúkrabíll færi til móts við þyrluna, vestan jökuls, vegna slæmra veðurskilyrða. Maðurinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Leituðu af sér allan grun í Skerjafirði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra um að neyðarblys hefði sést úti fyrir Skerjafirði skömmu fyrir hádegi í gær. Enginn bátur var þá í ferilvöktun í firðinum en engu að síður var ákveðið að senda björgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óðinn, eftirlitsbát Landhelgisgæslunnar, til leitar.  Á fjórða tímanum var leitinni hætt enda búið að ganga úr skugga um að engin neyð væri til staðar í firðinum.  

Kortakaka með kaffinu

20190108_094150

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar eru vanari því að lesa úr sjókortum og útbúa þau en að leggja sér þau til munns. Einhvern tímann er allt fyrst og í morgun var sjókort af Akranesi borðað með bestu lyst á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Tilefnið var ærið enda kom ný útgáfa af sjókortinu af Akranesi út rétt fyrir jólin og sömuleiðis var því fagnað að um þessar mundir er yfirfærslu síðasta sjókortsins yfir í nýjan hugbúnað að ljúka

Uppfærður flugleiðsögubúnaður kominn í TF-LIF

AEfing-med-Thor-8.1.2019

Um miðjan nóvember var ráðist í umfangsmikla uppfærslu á flugleiðsögubúnaði TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, og var kanadíska fyrirtækið Heli One fengið til verksins.  Flugvirkjar hafa undanfarnar vikur unnið dag og nótt við breytinguna á vélinni sem er nú loksins tilbúin með nýjan fullkomnari flugleiðsögubúnað.

Landhelgisgæslan leitar að flugvirkja

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum flugvirkja til að slást í samhentan hóp stofnunarinnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta tekist á við krefjandi verkefni. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019.

Loftför Landhelgisgæslunnar í 278 útköll árið 2018

TF LÍf í Grænlandi

Alls sinntu loftför Landhelgisgæslunnar 278 útköllum árið 2018 og hafa þau aldrei verið fleiri. Það er um 8% aukning frá árinu 2017 en þá fóru þyrlur og flugvél stofnunarinnar í 257 útköll. Strax í nóvember hafði met fyrra árs fallið en á síðasta ári voru 180 sjúkir eða slasaðir fluttir með loftförunum. Helmingur þeirra voru erlendir ríkisborgarar.

Georg Lárusson sæmdur riddarakrossi

Georg_1517939474488

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag Georg Kristinn Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Georg var einn fjórtán Íslendinga sem var þess heiðurs aðnjótandi að veita viðurkenningunni viðtöku en riddarakrossinn hlaut hann fyrir störf í opinbera þágu. Landhelgisgæslan óskar öllum orðuhöfum hjartanlega til hamingju.

Síða 2 af 7