Fréttayfirlit (Síða 2)

Gestkvæmt á öryggissvæðinu

IMG_6078

Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands, heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli ásamt Evu Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, á Íslandi síðastliðinn föstudag. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar tók á móti hópnum ásamt Kristínu Önnu Tryggvadóttur og Skafta Jónssyni frá utanríkisráðuneytinu.

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar fær afhenta gamla muni.

IMG_6063

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar er skipað fyrrverandi starfsfólki stofnunarinnar sem sest er í helgan stein. Ráðið hittist reglulega og rifjar upp liðna tíma. Í vikunni brugðu félagsmenn undir sig betri fætinum og héldu í ferð um suðurland með viðkomu í Skógasafn en þar er sérstakur bás helgaður Landhelgisgæslu Íslands. 

TF-LIF kölluð út vegna flugslyss

TF-LIF-tekur-a-loft_1568802695541

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá neyðarsendi flugvélar nálægt Móskarðshnjúkum laust fyrir klukkan þrjú í dag. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir. Jafnframt var þyrla frá þyrluþjónustu, sem var í grenndinni, beðin um að svipast um eftir vélin.

Samæfing varðskipa og þyrlu

Samaefing-vardskipa-dagur-2-5-Nota

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlegar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman stengi áhafna beggja varðskipa en ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.

Umhverfisráðherra sjósetur flothylki

IMG_2522

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, um borð í varðskipinu Þór í dag. Guðmundur Ingi sjósetti flothylki til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og meðvitund um rusl í hafi, ekki síst plasti.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin

Sprengjuserfraedingur-NC2009

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af.

Tveimur um borð í TF-EIR eftir að bátur strandaði

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-10-

Tveimur var bjargað um borð í TF-EIR eftir að 12 metra handfærabátur strandaði rétt utan við Skála á sunnanveðrðu Langanesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall klukkan 00:12 og laust fyrir þrjú í nótt voru mennirnir komnir um borð í þyrluna. 

Ráðstefna um konur og siglingar

Hvad-er-svona-merkilegt_-Konur-og-siglingar-3

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering
women in the maritime community“. Af því tilefni standa samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð fyrir ráðstefnu fimmtudaginn
26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Þyrlur Landhelgisgæslunnar á ferðinni í nótt

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og þyrluáhafnir stofnunarinnar höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Skipstjóri á skemmtiferðaskipi óskaði eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. TF-GRO sótti farþegana á sjötta tímanum í morgun og TF-LIF flutti lækni og sjúkraflutningamann á Ísafjörð vegna alvarlegs umferðarslyss.

TF-GRO sótti bráðveikan skipverja

IMG_1092

Um hádegisbil í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð vegna bráðveiks skipverja á línuskipi sem statt var um 15 sjómílur út af Langanesi. Þyrlan sótti manninn og flutti til Þórshafnar þar sem sjúkraflugvél Mýflugs beið.

Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Landhelgisgæsluna

GASS6113

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var meðal þeirra sem tóku á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna við komuna til landsins í dag en hluti heimsóknarinnar fór einmitt fram á öryggissvæði LHG í Keflavík. Varaforsetinn heimsótti meðal annars stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands. 

Fjölbreytt verkefni Þórs

69153972_426844234618193_5212146468160274432_n

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Reykjavík í vikunni eftir vel heppnaða og fjölbreytta ferð umhverfis Ísland. Auk áhafnar varðskipsins voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu með í för. 

Ný vitaskrá komin út

Vitaskra-forsida-og-utgefendur

Vitaskrá 2019 er komin út. Hún er gefin út af Landhelgisgæslu Íslands í samstarfi við Vegagerðina sem ber ábyrgð á útgáfunni samkvæmt vitalögum. Það er í höndum starfsmanna sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar LHG auk siglingasviðs Gæslunnar að halda utan um útgáfu vitaskrárinnar. 

Grindhvalurinn aflífaður að beiðni dýralæknis

Frá því í morgun hafa björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar unnið að björgun grindhvals sem rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir var ljóst að mjög hafði dregið af hvalnum og var það mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins.

Hljóp maraþon stuttu eftir krabbameinsaðgerð

IMG_5805

Geir Legan, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, var fulltrúi Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon. Það verður að teljast einstaklega hraustlega gert, sérstaklega í ljósi þess að Geir gekkst undir krabbameinsaðgerð fyrr á árinu þar sem tvö lungnablöð af fimm voru fjarlægð. 

Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs

IMG_1867

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey.

Síða 2 af 7