Fréttayfirlit (Síða 3)

Landhelgisgæslan hvetur til aðgæslu við ströndina vegna aukinnar sjávarhæðar

Sjolag-des-2023

Landhelgisgæslan vekur á því athygli að á morgun er stórstreymt og verður sjávarstaða því há næstu daga. Samhliða gera veðurspár ráð fyrir suðvestan stormi á öllum miðum og djúpum ásamt mikilli ölduhæð suður og vestur af landinu. 

Æfing með Skagfirðingasveit

Processed-DEEA0C6D-D061-4C41-BFDD-8A79E57ED00A-CB63EB3A-3A8E-4655-83BC-0C92A062C4AA

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega með björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víða um land. Á æfingunum gefst tækifæri til að stilla saman strengi, fræðast um verkefni og vinnubrögð sveitanna auk þess sem þyrlusveitinni gefst mikilvægt tækifæri til að fara yfir hvernig mótttöku þyrlu er háttað og réttu handttökin við hífingar, svo fátt eitt sé nefnt. 

Dómsmálaráðherra heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli

Gudrun-Hafsteinsdottir-heimsaekir-oryggissvaedid-a-Keflavikurflugvelli

Á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er margt um manninn og nokkuð um gestakomur að undanförnu. Í gær var til að mynda tekið á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, sem kynnti sér þau mikilvægu verkefni sem unnin eru á varnarmálasviði Landhelgisgæslunnar.

Síðasta flug Jakobs Ólafssonar

Jakob-3

Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk farsælum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á flugvellinum í Catania nú síðdegis. Um þessar mundir er TF-SIF og áhöfn hennar við störf á Ítalíu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og því var síðasta flug Jakobs farið þaðan. Jakob hefur verið flugmaður hjá Landhelgisgæslunni frá árinu 1987.

Upprifjun á umfjöllun ÍSOR frá 2020

399653017_915057000413446_601372464890411981_n

Í ljósi atburðanna við Grindavík undanfarna daga og vikur er ástæða til að rifja upp umfjöllun ÍSOR frá því í upphafi umbrotahrinunnar í febrúar 2020. Goshrinan, sem nefnd hefur verið Reykjaneseldar, gekk yfir á árabilinu 1210-1240, það er fyrir um 800 árum.

Freyja komin í stað Þórs og er til taks úti fyrir Grindavík

Freyja-Grindavik

Áhöfnin á varðskipinu Freyju annast nú eftirlit úti fyrir Grindavík og er þar til taks ef á þarf að halda. Freyja kom á svæðið síðdegis í gær og leysti varðskipið Þór af hólmi sem hefur verið þar í viðbragðsstöðu síðan á föstudagskvöld.

Fjörutíu ár liðin frá því að TF-RAN fórst

Jens-Sigurdarson-Helgi-Rafnsson-Johann-Eyfeld-Johannes-Johannesson-TF-RAN-Jokulfirdir-2

Í dag eru fjörutíu ár liðin síðan TF-RAN, þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst í Jökulfjörðum með allri áhöfn. Slysið varð skömmu eftir flugtak þyrlunnar frá varðskipinu Óðni undan Kvíum á Jökulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983.

Sex útköll þyrlusveitarinnar um helgina

Tunfiskskipid

Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sex útköllum um helgina, þar af voru tvö þeirra sjúkraflutningar á sjó.

Æfing Þórs og Brimils í Færeyjum

Thor-og-Brimil

Áhafnir varðskipanna Þórs og Brimils héldu sameiginlega æfingu í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Einn hluti æfingarinnar gekk út á að taka Brimil á síðu Þórs og færa það að bryggju.

Sigurður Þ. Árnason látinn

3-Sigurdur-Th.-Arnason-skipherra

Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er látinn, 95 ára að aldri.

Mikill viðbúnaður var vegna neyðarsendis frá flugvél í Fljótavík

TF-GRO

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni, björgunarsveitum og lögreglu vegna neyðarboðs sem kom frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík á þriðja tímanum í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá vélinni klukkan 14:39. 

Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips

TF-GRO-i-fallegu-solarljosi

Síðdegis í gær hafði fiskiskip sem var að veiðum í Húnaflóa samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að talsverður leki væri í vélarúmi skipsins. Skipið sigldi að lokum fyrir eigin vélarafli til hafnar.

Landhelgigsæslan prófar lausn sem byggir á gervigreind

Image00001_1698333408292

Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Markmiðið með verkefninu er að auka stöðuvitund og árvekni á sjó en verkefnið er fjármagnað af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020. Að því starfa 20 samstarfsaðilar frá 12 Evrópulöndum.

Bleika slaufan áberandi hjá Landhelgisgæslunni

Reynir-og-Georg

Bleiki dagurinn er í dag og starfsfólk Landhelgisgæslunnar íklætt bleiku gæddi sér á bleikum eftirréttum í tilefni dagsins.

Bandaríkjamenn annast loftýmisgæslu

_S4I6957

Von er á bandarískri flugsveit til landsins á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kemur til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn.

Öldumælidufl lagt út við Straumnes

Oldumaelidufl

Áhöfnin á varðskipinu Freyju lagði út öldumælidufl við Straumnes á dögunum. Vel gekk að koma duflinu á sinn stað. Þegar verkinu var lokið heyrðist vel í því auk þess sem það sendi upplýsingar inn á vef Vegagerðarinnar.

Síða 3 af 7