Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku þátt í hátíðarhöldum víða um land.

  • 34284688_10213068333808324_6348027131674492928_o

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku þátt í minningarathöfnum í Fossvogskirkjugarði og í Ísafjarðardjúpi í morgun. 

Hátíðardagskráin hófst við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkjugarð. Lagður var blómsveigur að minnisvarðanum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð að viðstöddum forseta Íslands, forsetafrú, forstjóra Landhelgisgæslunnar, dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra dómsmálaráðuneytisins, fulltrúum Sjómannadagsráðs og Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk fjölda annarra gesta.  Harpa Karlsdóttir og Guðjón Arnar Elíasson báru kransinn að þessu sinni.

Fullsizeoutput_13c9

Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Sigurður Steinar Ketilsson.

Að athöfn lokinni héldu gestir í safnaðarheimili Dómkirkjunnar þar sem safnast var saman til Sjómannamessu í Dómkirkjunni. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar gengu í fylkingu ásamt góðum gestum til messunnar. Ásgrímur L. Ásgrímsson og Halldór Benóný Nellett lásu ritningarorðin en það gerðu þeir einnig fyrir 27 árum, árið 1991. 

34504446_10213068333648320_2357334002030870528_oÁsgrímur L. Ásgrímsson og Halldór Benóný Nellett.

Fullsizeoutput_13adFánaberar voru þeir Ásgeir Guðjónsson, Rafn Sigurðsson og Ólafur B. Sveinsson.

Í Ísafjarðardjúpi var haldin minningarathöfn þar sem þess var minnst að fimmtíu ár eru frá því að Heiðrún ÍS fórst í aftakaveðri í djúpinu. Með í ferð voru ættingjar þeirra sex sem fórust með skipinu ásamt fleiri gestum. Tveir kransar voru lagðir í sjóinn, einn frá ættingjum og annar frá Landhelgisgæslunni. Einar H. Valsson, skipherra, og Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri á aðgerðasviði, lögðu kransinn frá Landhelgisgæslunni í sjóinn og stóð áhöfnin á varðskipinu Tý heiðursvörð.

Imgp0562Minningarathöfnin um borð í Tý.

Venju samkvæmt var þyrlusveitin á ferðinni og kom við á Akranesi, Eyrarbakka, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og í Reykjavík. Áhöfnin sýndi björgun úr sjó með björgunarsveitum viðkomandi staða. 

Img_2133Áhöfnin á TF-GNÁ æfði hífingar með Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

Fullsizeoutput_13d6Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð í Fossvogskirkjugarði.

Fullsizeoutput_13a6Georg Kr. Lárusson, Jón Páll Ásgeirsson, Guðjón Arnar Elíasson og Svanhildur Sverrisdóttir.

34367789_10213068334688346_4004219600861396992_oEliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Jón Páll Ásgeirsson.

Fullsizeoutput_13c4Frá minningarathöfninni í Fossvogskirkjugarði.

Fullsizeoutput_13a7Ásgrímur L. Ásgrímsson og Halldór Benóný Nellett lásu ritningarorðin.

Screen-shot-2018-06-03-at-23.26.13Halldór og Ásgrímur hafa lítið sem ekkert breyst á 27 árum.

Landhelgisgæsla Íslands óskar sjómönnum, ættingjum þeirra og landsmönnum öllum til hamingju með daginn.


Ljósmyndir: Jón Páll Ásgeirsson og Ásgeir Erlendsson.