TF-EIR og TF-GRO koma á nýju ári

Nýjar leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar koma til með að bera nöfnin TF-EIR og TF-GRO

  • IMG_0124

11.desember 2018 Kl:22:59

Þyrlurnar TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar á nýju ári. Nöfnin hafa sterka skírskotun í norræna goðafræði eins tíðkast hefur frá upphafi flugrekstrar stofnunarinnar. Eir var til að mynda gyðja lækninga og þess má líka geta að fyrsta þyrla Gæslunnar fékk nafnið TF-Eir en hún kom til landsins árið 1965. 

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa borið nafið TF-EIR og þrjár TF-GRO. Nýju þyrlurnar eru af gerðinni Super Puma H225. Fyrri þyrlan kemur til landsins í lok janúar en sú seinni í apríl.

IMG_0124TF-EIR og TF-GRO koma í þjónustu Landhelgisgæslunnar á næsta ári.

TF-EIR var fyrsta þyrla Landhelgisgæslunnar. Hún kom til landisns árið 1965. 

TF-EIRÖnnur þyrlan sem bar nafnið EIR kom hingað til lands í upphafi ársins 2007.

1167345Þrjár þyrlur hafa borið nafnið TF-GRO. Á næsta ári bætist sú fjórða í þann flokk.